Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. ágúst 2019 09:43
Magnús Már Einarsson
Inter reynir að fá Alexis Sanchez á láni
Powerade
Hvað verður um Alexis Sanchez?
Hvað verður um Alexis Sanchez?
Mynd: Getty Images
Neymar er á sínum stað í slúðurpakkanum.
Neymar er á sínum stað í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn á Englandi er lokaður og því koma önnur lönd talsvert við sögu í slúðurpakka dagsins.



PSG hefur rætt við Juventus um kaup á Paulo Dybala (25) fyrir 73 milljónir punda. (Mail)

PSG hefur óskað eftir að fá Raphael Varane (26) og Vinicius Junior (19) frá Real Madrid í skiptum fyrir Neymar (27). (Telefoot)

Barcelona vonast til að fá Neymar aftur frá PSG, fyrst á láni. (Sport)

Thomas Tuchel, þjálfari PSG, segir að Neymar fari ekki neitt nema liðið finni annan mann í hans stað. (Canal+)

Fernando Llorente (34) fyrrum framherji Tottenham er á leið til Lazio. Inter, Fiorentina og Napoli hafa líka sýnt honum áhuga. (Corriere Dello Sport)

Inter vill fá Alexis Sanchez (30) á láni frá Manchester United. (Gazzetta dello Sport)

Umboðsmaður Sanchez er í Englandi til að ræða mögulegan lánssamning við Inter. (Sky Sports)

Sanchez var á sínum stað á æfingu með Manchester United í gær. (Sun)

Inter er að reyna að fá Sanchez á láni en Manchester United þyrfti að greiða hluta af þeim 500 þúsund pundum sem hann er með í laun á viku. (Mirror)

Manchester United er í viðræðum um framlengingu á samningi varnarmannsins Eric Bailly. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að Marcos Rojo (28) komi til greina í liðið þrátt fyrir sögusagnir um að hann sé á förum. (Manchester Evening News)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vonast til að enska úrvalsdeildin verði aftur með sama félagaskiptaglugga og önnur lönd næsta sumar. (Telegraph)

PSG og Bayern Munchen gætu lagt fram tilboð í Emre Can (25') miðjumann Juventus. (Mail)

PSG og Mónakó eru að skoða Tiemoue Bakayoko (25) miðjumann Chelsea. (Daily Express)
Athugasemdir
banner