Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. ágúst 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg náði stórum áfanga með Burnley
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson náði miklum áfanga um helgina þegar hann lék með Burnley í 2-1 tapi gegn Arsenal á Emirates-leikvanginum.

Hann náði þeim áfanga að spila sinn 100. leik fyrir félagið.

Því miður kom þessi stóri leikur Jóhanns í tapi. Burnley er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur Burnley er gegn Úlfunum næsta sunnudag.

Jóhann Berg er 28 ára gamall og hefur hann leikið með Burnley frá 2016. Hann kom til Burnley frá Charlton.

Hann hefur reynst Burnley mjög vel, en eins og flestir vita er hann einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hann verður í hópnum sem mætir Moldavíu og Albaníu í næsta mánuði - þ.e.a.s. ef hann verður ekki meiddur.


Athugasemdir
banner
banner
banner