Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 19. ágúst 2020 18:28
Brynjar Ingi Erluson
Bandaríkjamaður á leið í Fram
Kyle McLagan í leik með Roskilde í dönsku B-deildinni
Kyle McLagan í leik með Roskilde í dönsku B-deildinni
Mynd: Getty Images
Fram er að styrkja sig fyrir átökin í seinni umferðinni í Lengjudeildinni en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er bandaríski varnarmaðurinn Kyle McLagan á leið til félagsins.

McLagan er 24 ára gamall miðvörður en hann kom til Roskilde árið 2018. Hann lék 27 leiki í dönsku B-deildinni á síðasta tímabili og skoraði 3 mörk er liðið féll niður í C-deildina. Þá lék hann þrjá leiki í bikar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann að ganga til liðs við Fram og verður hann klár í slaginn eftir að hann lýkur fimm daga sóttkví.

Framarar eru þegar búnir að missa Arnór Daða Aðalsteinsson út í nám til Bandaríkjanna og þá er Aron Kári Aðalsteinsson einnig á leið út í nám síðar í þessum mánuði.

Fram er í toppbaráttu í Lengjudeildinni og gera atlögu að því að komast upp en liðið er að vinna Magna 1-0 í þessum skrifuðu orðum.
Athugasemdir
banner