Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mán 19. september 2016 19:24
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Hefði getað gert 11 skiptingar í fyrri hálfleik
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum drulluheppnir að fá stig. Ég hefði getað gert 11 skiptingar í fyrri hálfleik, við vorum það lélegir," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafnteflið gegn ÍBV í kvöld. Arnar var ósáttur með frammistöðu sína manna í leiknum en Eyjamenn voru nær því að landa stigunum þremur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„ÍBV voru miklu betri á öllum sviðum. Þeir voru líkamlega sterkari og fóru í boltann til að vinna. Það var vitað að þeir myndu spila fast. Fótbolti er karlmannsíþrótt og við þurfum að taka á móti þeim. Við gerðum það ekki og vorum undir."

Með jafnteflinu í kvöld er ljóst að FH er Íslandsmeistari annað árið í röð.

„Ég vil nota tækifærið og óska FH-ingum til hamingju með titilinn. Ég hefði viljað halda þessari spennu aðeins lengur en við áttum ekkert skilið í þessum leik. Það er bara þannig," sagði Arnar.

Annað árið í röð tryggir FH sér tititlinn áður en kemur að lokaumferðinni. Hvað þurfa Blikar að gera til að komast nær FH-ingum á næsta ári?

„Við þurfum að vera stöðugari í því sem við erum að gera og nýta færin betur. Eins og í þessum leik, þetta er baráttuleikur og þar finnst mér við vera undir. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta í okkar leik. Það á ekki að vera hægt að valta yfir okkur."

„Flestir strákarnir þarna eru í toppstandi og líkamlega sterkir. Ef það er keyrt í þig þá þarftu að mæta því. Fótbolti er líkamleg íþrótt og menn þurfa að mæta því. FH-ingarnir eru sterkir í því. Þeir eru góðir í að halda bolta og þeir eru líkamlega sterkir. Það er kannski munurinn á þeim og liðunum sem eru að elta þá,"
sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner