Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 19. september 2016 19:24
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Hefði getað gert 11 skiptingar í fyrri hálfleik
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum drulluheppnir að fá stig. Ég hefði getað gert 11 skiptingar í fyrri hálfleik, við vorum það lélegir," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafnteflið gegn ÍBV í kvöld. Arnar var ósáttur með frammistöðu sína manna í leiknum en Eyjamenn voru nær því að landa stigunum þremur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„ÍBV voru miklu betri á öllum sviðum. Þeir voru líkamlega sterkari og fóru í boltann til að vinna. Það var vitað að þeir myndu spila fast. Fótbolti er karlmannsíþrótt og við þurfum að taka á móti þeim. Við gerðum það ekki og vorum undir."

Með jafnteflinu í kvöld er ljóst að FH er Íslandsmeistari annað árið í röð.

„Ég vil nota tækifærið og óska FH-ingum til hamingju með titilinn. Ég hefði viljað halda þessari spennu aðeins lengur en við áttum ekkert skilið í þessum leik. Það er bara þannig," sagði Arnar.

Annað árið í röð tryggir FH sér tititlinn áður en kemur að lokaumferðinni. Hvað þurfa Blikar að gera til að komast nær FH-ingum á næsta ári?

„Við þurfum að vera stöðugari í því sem við erum að gera og nýta færin betur. Eins og í þessum leik, þetta er baráttuleikur og þar finnst mér við vera undir. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta í okkar leik. Það á ekki að vera hægt að valta yfir okkur."

„Flestir strákarnir þarna eru í toppstandi og líkamlega sterkir. Ef það er keyrt í þig þá þarftu að mæta því. Fótbolti er líkamleg íþrótt og menn þurfa að mæta því. FH-ingarnir eru sterkir í því. Þeir eru góðir í að halda bolta og þeir eru líkamlega sterkir. Það er kannski munurinn á þeim og liðunum sem eru að elta þá,"
sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner