Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. september 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Grétars sakar Gumma Ben um ekki-fréttamennsku
Arnar í Grafarvoginum í dag.
Arnar í Grafarvoginum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson gaf kost á sér í viðtal eftir 1-1 jafntefli í leik Fjölnis og KA í Pepsi Max-deildinni í dag.

Arnar tók við KA í júlí og sagði Guðmundur Benediktsson frá því í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport að Arnar myndi ekki halda áfram með KA eftir tímabilið.

KA og Arnar gáfu frá sér yfirlýsingu skömmu síðar um að þetta væri rangt hjá honum Gumma Ben.

„Ég er búinn að tvíta um þetta og ég held það sé alveg skýrt að þetta er í raun og veru ekki-fréttamennska, að búa til eitthvað sem er enginn grundvöllur fyrir," sagði Arnar.

„Við ætlum að reyna að tryggja sæti KA í deildinni og svo ætlum við að setjast niður. Ég held það sé vilji beggja aðila að reyna að finna einhverja niðurstöðu um áframhald."

Sjá viðtalið í heild hér að neðan
Arnar Grétars: Fjölnir verið að valda liðum erfiðleikum
Athugasemdir
banner
banner