Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. september 2020 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Sigurðar setti tvennu - Dagur Dan tapaði í Sarpsborg
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Aron Sigurðarson var hetja St. Gilloise í belgísku B-deildinni í dag þar sem hann skoraði tvennu í 3-2 sigri gegn Seraing.

Aron gerði fyrstu tvö mörk leiksins á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik en gestirnir voru búnir að jafna á 58. mínútu.

Sigurmark Gilloise kom á 71. mínútu þegar Yahya Nadrani varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Gilloise er á toppi deildarinnar með 8 stig eftir 4 umferðir, einu stigi fyrir ofan Lommel og tveimur fyrir ofan Seraing.

St. Gilloise 3 - 2 Seraing
1-0 Aron Sigurðarson ('28)
2-0 Aron Sigurðarson ('32)
2-1 T. Pierrot ('40)
2-2 G. Mikautadze ('58)
3-2 Yahya Nadrani ('71, sjálfsmark)

Í Noregi spilaði Dagur Dan Þórhallsson seinni hálfleikinn í 2-0 tapi Mjondalen gegn Sarpsborg.

Staðan var 2-0 þegar Degi var skipt inn í leikhlé en honum tókst ekki að breyta gangi mála, þar sem Mjondalen átti ekki eina einustu marktilraun í leiknum.

Þetta var fjórða tap Mjondalen í röð og er liðið í næstneðsta sæti efstu deildar með 14 stig eftir 18 umferðir.

Sarpsborg 2 - 0 Mjondalen
1-0 Mos ('5, víti)
2-0 O. Halvorsen ('42)

Birkir Valur Jónsson var þá ekki í hópi hjá Spartak Trnava sem lagði Z. Moravce að velli í slóvakíska boltanum.

Þetta var fyrsti sigur Trnava í fimm leikjum og er liðið með 10 stig eftir 7 umferðir.

Trnava 1 - 0 Z. Moravce
1-0 E. Pacinda ('63, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner