Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   lau 19. september 2020 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Gummi aftur í byrjunarliði New York City
New England Revolution 0 - 0 New York City

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í markalausu jafntefli New York City FC gegn New England Revolution.

Þetta var annar byrjunarliðsleikur Gumma í röð með New York og spilaði þessi fjölhæfi leikmaður aftur í vinstri bakverði.

Heimamenn í New England voru betri í leiknum en náðu ekki að koma knettinum í netið. Sex leikmenn New York fengu gult spjald í leiknum og var Gummi þar á meðal. Enginn úr liði heimamanna fékk spjald.

New York hefur verið á góðri siglingu og er liðið í baráttu um sæti í úrslitakeppni MLS.
Athugasemdir
banner