Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. september 2022 12:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik bauð í Alex Frey en tilboðinu hafnað um leið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik bauð í Framarann Alex Frey Elísson á dögunum. Frá þessu var greint í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Heimildir Fótbolta.net herma að Breiðablik hafi boðið einu sinni í leikmanninn.

Því tilboði var hafnað um leið, Framarar hafi ekki þurft að hugsa sig lengi um.

Alex er samningsbundinn Fram út næsta tímabil en hann skrifaði undir nýjan samning síðasta vetur eftir að hafa verið nálægt því að ganga í raðir Víkings.

Alex hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Hann er 24 ára hægri bakvörður sem hefur spilað allan sinn feril með Fram.

Nánar er rætt um tilboðið og Alex í Innkastinu sem nálgast má hér að neðan.
Innkastið - Titillinn á hraðleið í Kópavog og FH í fallsæti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner