Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 19. september 2022 13:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmundur lagði upp jöfnunarmark á 103. mínútu - Alexandra á toppinn
Gummi Tóta
Gummi Tóta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem varamaður hjá OFI Crete í grísku deildinni í gær. Hann samdi við liðið í síðasta mánuði og var leikurinn í gær hans fimmti með liðinu.

Guðmundur kom inn á þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum hans í PAOK í gær. Guðmundur kom inn á í stöðunni 0-1 fyrir PAOK en á þrettándu mínútu uppbótartíma lagði hann upp jöfnunarmark fyrir Apostolos Diamantis. Ekkefu mínútum var bætt við leikinn en vegna meiðsla í uppbótartíma var spilað lengur. Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi. Lokatölur 1-1 og OFI Crete náði í sitt fjórða stig í deildinni. Liðið er í 10. sæti á meðan PAOK er með ellefu stig í 2. sæti.

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Alanyaspor í tyrknesku deildinni í gær og þurfti að sækja boltann fimm sinnum í netið í leiknum.

Alanyaspor er í 11. sæti deildarinnar með átta stig eftir sjö leiki. Rúnar er á láni frá Arsenal.

Alexandra byrjaði sinn fyrsta leik og Fiorentina á toppinn
Alexandra Jóhannsdóttir spilaði sinn þriðja leik fyrir Fiorentina í gær. Hún var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og spilaði allar 90 mínúturnar. Fiorentina er á toppi ítölsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Í sænsku B-deildinni lék Diljá Ýr Zomers fyrstu 76 mínúturnar þegar Norrköping vann sinn áttunda leik í röð. Liðið vann 1-3 sigur gegn Sundsvall og er að berjast um sæti í efstu deild á komandi tímabili. Diljá er á láni frá Häcken.

Aðrir Íslendingar sem spiluðu í gær:
Sveinn Aron skoraði í góðum sigri - Willum Þór með stoðsendingu
Ingibjörg og Berglind á skotskónum - Dagný fyrirliði gegn Everton
Rosenborg upp fyrir Bodö/Glimt - Ísak Bergmann lagði upp í tapi
Guðlaugur Victor lék í svekkjandi tapi - Benteke kominn á blað
Kolbeinn byrjaður að spila - Kristall tæpur
Þorleifur kom við sögu í tapi
Athugasemdir
banner
banner