Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. september 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Rússar krefjast þess að UEFA setji landsliðsþjálfara Úkraínu í bann
Oleksandr Petrakov.
Oleksandr Petrakov.
Mynd: EPA
Fótboltasamband Rússlands hefur sent UEFA, fótboltasambandi Evrópu, erindi þar sem þess er krafist að Oleksandr Petrakov landsliðsþjálfari Úkraínu sé dæmdur í bann fyrir að geta ekki haldið pólitísku hlutleysi.

Eftir innrás Rússlands í Úkraínu kallaði Petrakov eftir því að Rússland yrði bannað frá alþjóðlegum íþróttakeppnum. Þá sagði hann frá því að hann hefði reynt að ganga í úkraínska herinn.

„Ef ráðist er inn í heimaborg mína Kænugarð þá mun ég taka upp vopn og verja borg mína. Ég er 64 ára gamall en mér þætti þetta eðlilegt. Ég gæti tekið tvo eða þrjá óvini úr leik," sagði Petrakov sem nú er orðinn 65 ára.

Petrakov reyndi að skrá sig í herinn en var ráðlagt að ganga ekki í hann vegna aldurs og fyrri starfa, þar sem hann hefur enga reynslu af hernaði.

Rússneska sambandið segir að Petrakov hafi brotið reglur UEFA og FIFA með því að tala með „mismunun gegn landi".

Talsmaður úkraínska fótboltasambandsins segir að Petrakov hafi verið tilbúinn að verja land sitt, konur og börn landsins.

„Hvernig er hægt að saka hann um mismunun þegar við erum að tala um þjóð sem vísvitandi fremur þjóðarmorð gegn annarri þjóð?" segir talsmaðurinn.

Rússnesk fótboltafélög og landslið hafa verið sett í bann frá keppnum á vegum FIFA og UEFA en bannið gildir ekki um einstaklinga.
Athugasemdir
banner
banner