Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. september 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sér ekki eftir skiptunum og heldur áfram að skora mikilvæg mörk - „Áfram KA"
Í leiknum gegn Val
Í leiknum gegn Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum í sumar. Síðustu þrjú mörk hans hafa verið ótrúlega mikilvæg, tvö þeirra sigurmörk og eitt þeirra tryggði jafntefli.

Hann skoraði eina mark leiksins í 0-1 útisigri á Val á laugardag og var þjálfarinn Arnar Grétarsson mjög ánægður með sinn mann.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KA

„Það kemur flikk og bolti inn í, Jakob gerir mjög vel og nær boltanum. Hann er alveg ótrúlega seigur, búinn að skora mjög mikið af mikilvægum mörkum fyrir okkur. Hann skoraði sigurmarkið á móti Keflavík, jöfnunarmarkið á móti Fram og sigurmarkið hér. Hann er óþreytandi gæi sem hættir aldrei, það var vel gert hjá honum að klára þetta," sagði Arnar.

Jakob hefur verið í byrjunarliði KA í síðustu tveimur leikjum, komið inn í liðið eftir að Nökkvi Þeyr Þórisson var seldur til Belgíu.

„Auðvitað er ég í þessu eins og allir aðrir, vil spila allar mínútur. Maður reyndi að vera þolinmóður, það var að ganga vel (hjá liðinu). Þegar þú ert að berjast uppi í efri hlutanum þá skiptir miklu máli að vera með fleiri en ellefu leikmenn. Maður reyndi bara að vera tilbúinn að koma inn í það hlutverk sem maður fékk og sýna sig og sanna til að fá fleiri mínútur. Það hefur verið að ganga ágætlega og það er aldrei leiðinlegt að setja inn mörk, og hvað þá sigurmörk," sagði Jakob við Fótbolta.net á laugardag.

Rúmt ár frá því að hann gekk í raðir KA frá nágrönnunum í Þór. Hann sér ekki eftir skiptunum.

Sjá einnig:
„Hlutirnir þróuðust þannig að ég get ekki spilað fyrir þjálfarann"

„Það er upp og niður í boltanum og allt það, en mestmegnis upp. Ég er ánægður með það sem ég hef gert fyrir félagið og held vonandi áfram að standa mig."

„Maður reynir að horfa á einn og einn leik, að sjálfsögðu er hellingur af vinum sem maður á þarna og ég vona að þeim gangi bara vel. En fyrst og fremst er ég að berjast fyrir KA, styð þá. Áfram KA,"
sagði Jakob í lok viðtals.

Ofan á mörkin fjögur í deildinni skoraði hann tvö mörk þegar KA vann 4-1 sigur á Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum.
Jakob Snær: Í raun og veru er mér alveg skítsama
Arnar Grétars hrósar dómaranum: Það kannski skilur liðin að í dag
Innkastið - Titillinn á hraðleið í Kópavog og FH í fallsæti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner