Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. október 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afríski Messi sem fagnar eins og Ronaldo
Mynd: Getty Images
Hinn fjórtán ára Youssoufa Moukoko hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna með unglingaliðum Dortmund.

Moukoko hefur skorað 105 mörk í 65 leikjum hjá Dortmund eftir að hann var færður úr U15 ára liði félagsins. Hann gekk í raðir félagsins frá St. Pauli fyrir tveimur árum og hefur vakið mikla athygli.

Hann lék í haust í U19 ára Meistaradeildinni og varð yngsti leikmaður til að leika í keppninni. Moukoko hefur um tvö ár til að bæta met Nuri Sahin sem yngsti leikmaður í sögu Bundesliga en Sahin var 16 ára og 11 mánaða gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Moukoko er nú þegar kominn með risasamning við Nike, hann er með 392 þúsund fylgjendur á Instagram og hefur verið kallaður afríski Messi. Þá hefur hann hermt eftir Cristiano Ronaldo í fögnum sínum.

Sjá einnig: Fjórtán ára Moukoko með þrennu á átta mínútum
Sjá einnig: Moukoko skoraði sex í fyrsta leik með U19 liði Dortmund
Athugasemdir
banner
banner
banner