Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. október 2019 14:27
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Everton og West Ham: Iwobi meðal bestu manna
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Marco Silva ákvað að taka Gylfa Þór Sigurðsson úr byrjunarliði Everton fyrir leik dagsins gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni.

Alex Iwobi byrjaði í holunni í hans stað og þótti standa sig mjög vel að mati fréttamanna Sky Sports sem gáfu leikmönnum einkunnir að leikslokum.

Iwobi var meðal bestu manna vallarins og fékk 8 í einkunn. Gylfi kom inn af bekknum á 87. mínútu og innsiglaði sigurinn með glæsilegu marki skömmu síðar. Hann fær 7 fyrir sinn þátt, en hann fékk einfaldlega ekki nægan tíma til að hækka einkunnina.

Portúgalski miðjumaðurinn Andre Gomes var maður leiksins og fær hann 9 í einkunn fyrir sinn þátt.

Markvörðurinn Roberto Jimenez var bestur í liði West Ham og hélt hann sínum mönnum í leiknum allt þar til Gylfi skoraði í uppbótartíma.

Everton: Pickford (7), Sidibe (7), Keane (7), Mina (7), Digne (7), Davies (7), Gomes (9), Walcott (8), Iwobi (8), Bernard (7), Richarlison (7).
Varamenn: Sigurðsson (7)

West Ham: Roberto (8), Fredericks (6), Diop (7), Ogbonna (7), Masuaku (6), Noble (5), Rice (5), Anderson (5), Fornals (5), Lanzini (6), Haller (6).
Varamenn: Yarmolenko (7), Wilshere (6), Ajeti (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner