Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. október 2019 17:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola útskýrir varnarlínuna: Veikindi og meiðsli
Mynd: Getty Images
Manchester City leikur um þessar á móti gegn Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hófst 16:30 og staðan þegar þetta er skrifað er 0-2 en Gabriel Jesus og David Silva skoruðu mörk City.

Athygli vakti að Pep Guardiola stillti upp þeim Fernandinho og Rodri í miðvarðastöðunum en þeir eru báðir miðjumenn. Fernandinho hefur þó undanfarið leyst af í miðverðinum þar sem meiðsli hefur hrjáð þá stöðu hjá City.

„Otamendi æfði í gær en hann er ekki heill. Hann kom meiddur úr landsliðsverkefni," sagði Guardiola við Sky Sports fyrir leik.

„Walker er veikur og er því ekki í hópnum. Hann er með einhverja sýkingu í maga. Hann hefur misst fimm eða sex kíló og hefur ekki getað æft með okkur."

„Stones er að koma til baka en ég hef fulla trú á liðinu sem ég stilli upp í dag."

Joao Cancelo er í hægri bakverði og Benjamin Mendy er í vinstri bakverðinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner