Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. október 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool og Chelsea vilja Lewis Cook
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í slúðurpakka dagsins má finna ýmislegt áhugavert. Stórstjörnur á borð við Raheem Sterling, Lionel Messi, Edinson Cavani og Mesut Özil koma fyrir.

Manchester City vill bjóða Raheem Sterling, 24, nýjan samning þó það sé ekki liðið ár síðan hann skrifaði síðast undir. (Metro)

Lionel Messi, 32, segir að sumt fólk innan Barcelona vilji ekki fá Neymar, 27, aftur til félagsins. (Metro 95.1)

Manchester United hefur ákveðið að bjóða í Emre Can, 25 ára miðjumann Juventus. (Sky Sports)

United hefur einnig áhuga á James Maddison, 22 ára miðjumanni Leicester, og Moussa Dembele, 23 ára sóknarmanni Lyon. (ESPN)

Liverpool og Chelsea hafa áhuga á Lewis Cook, 22 ára miðjumanni Bournemouth. (Daily Mail)

Edinson Cavani hefur hafnað samningsboði frá Inter Miami, félagsliði í eigu David Beckham. (L'Equipe)

Mesut Özil, 31, telur ósanngjarnt hvernig farið hefur verið með sig hjá Arsenal. Hann býst við að vera hjá félaginu út samninginn sem rennur út sumarið 2021. (Times)

Newcastle er í samningsviðræðum við bræðurna efnilegu Matt og Sean Longstaff í tilraun til að halda þeim úr klónum á stærri félögum. (Express)

Gary Cahill, 33 ára varnarmaður Crystal Palace, segir að það hafi aldrei komið til greina að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að hafa dottið úr byrjunarliði Chelsea á síðustu leiktíð. (Times)

Jürgen Klinsmann er líklegur til að taka við landsliðsþjálfarastarfinu hjá Ekvador. (Sun)

Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, viðurkennir að félagið gæti þurft að selja Kalidou Koulibaly, 28, á næsta ári. (Talksport)

Man Utd reyndi að fá Merih Demiral, 21, í sumar en fékk að lokum Harry Maguire. Demiral gekk í raðir Juventus. (Sky Italia)

Besiktas hefur áhuga á Kelechi Iheanacho, 23 ára sóknarmanni Leicester. (Calciomercato)

Baghdad Bounedjah, 27 ára sóknarmaður Al-Sadd og alsírska landsliðsins, hefur vakið athygli á sér. Leeds, Lille og Marseille hafa öll áhuga. (Le Buteur)

Marcelo Bielsa vill sjá Eddie Nketiah, 20 ára lánsmann frá Arsenal, springa út í vetur. (Yorkshire Evening Post)

Lewis Gibson, 19 ára varnarmaður Everton, vill fara aftur til Newcastle. (Football Insider)

Zlatan Ibrahimovic ætlar að breyta um umhverfi eftir úrslitakeppni MLS deildarinnar. Hann gæti lagt skóna á hillluna. (Sun)

Wolves er búið að taka 50 milljón punda lán. (Express and Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner