Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. október 2019 11:25
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Gáfu Tigres tvö mörk í mótmælaskyni
Andre-Pierre Gignac skoraði sitt hundraðasta mark í mexíkósku deildinni. Andstæðingarnir horfðu á.
Andre-Pierre Gignac skoraði sitt hundraðasta mark í mexíkósku deildinni. Andstæðingarnir horfðu á.
Mynd: Getty Images
Leikmenn í botnliði Veracruz í Mexíkó eru ósáttir með félagið sitt og gáfu tvö mörk í síðasta heimaleik sínum gegn Tigres í mótmælaskyni.

Leikmenn eru að mótmæla vegna ógreiddra launa en liðið er á botni mexíkósku deildarinnar með fjögur stig eftir þrettán umferðir. Síðasti sigur liðsins í deildinni kom í ágúst í fyrra.

Veracruz mætti toppbaráttu liði UANL Tigres í nótt og lenti þremur mörkum undir á fyrstu tíu mínútunum. Fyrstu tvö mörkin voru gefins eins og er hægt að sjá á myndbandinu hér fyrir neðan.

Eftir þriðja markið misstu gestirnir mann af velli með rautt spjald og náðu heimamenn að klóra í bakkann undir lokin, en lokatölur urðu 1-3.

Mexíkóar eru ekki sáttir með þessa hegðun leikmanna Tigres, sem nýttu sér mótmæli andstæðinga sinna til að skora tvö mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner