Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. október 2019 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
Quique Flores: Dele Alli var brotlegur í markinu
Mynd: Getty Images
Quique Sanchez Flores, stjóri Watford, hefði viljað fara heim með þrjú stig eftir leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gestirnir frá Watford komust yfir snemma leiks og héldu forystunni þar til í lokin þegar Dele Alli náði að jafna.

Alli skoraði eftir að Ben Foster missti boltann úr höndum sér. Quique Flores telur Alli hafa verið brotlegan í aðdraganda marksins og þá vildi hann einnig fá vítaspyrnu fyrr í leiknum.

„Það er gott að heimsækja þennan völl og fara heim með stig en við hefðum átt að vinna þennan leik. Það er mjög svekkjandi að ná bara í stig í dag," sagði Flores.

„Mér fannst eins og þetta hafi átt að vera vítaspyrna hjá okkur. Svo í markinu þeirra tel ég Dele Alli hafa brotið á markverðinum okkar, en það er bara mín skoðun. Hann ýtir í hann með báðum höndum."
Athugasemdir
banner
banner