Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. október 2019 21:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn Aron: Ánægjulegt að tryggja fyrsta sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen reyndist í dag hetja Spezia þegar liðið kom til baka gegn Pescara í ítölsku Seríu B.

Sveinn Aron kom inn á völlinn í stöðunni 1-0 fyrir Pescara þegar hálftími lifði leiks. Sveinn Aron lagði upp jöfnunarmarkið átta mínútum seinna og tveimur mínútum eftir það skoraði hann sigurmarkið með skalla.

Sigurinn var fyrsti sigur Spezia í deildinni og var Sveinn Aron ánægður að ná fyrsta sigrinum í hús.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn í dag. Fram að leiknum í dag höfum við ekki getað náð í þrjá punkta þrátt fyrir góðar frammistöður. Þjálfarinn kallaði á mig og sagði mér að hjálpa liðsfélögunum," sagði Sveinn Aron við Gazzetta della Spezia eftir leikinn í dag.

„Mér líður vel, leikirnir með U21 árs liðinu hjálpuðu mér að ná uppi takti. Tilfinningin er frábær og ég er mjög sáttur með þennan fallega dag í dag."

„Nú þurfum við að nýta jákvæðu orkuna sem sigurinn færir okkur og reyna að fá þrjú stig á heimavelli í næstu viku. Við eigum enn eftir að sigra á heimavelli,"
sagði Sveinn Aron að lokum. Mark Sveins Arons í dag má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner