Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. október 2019 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Woodward vill sættast við Neville - Vill hann með sér í lið
Mynd: Getty Images
Ed Woodward hefur ekki verið sá vinsælasti hjá Manchester United eftir að hann tók við yfirmannastöðu sinni árið 2013.

Gary Neville, fyrrum leikmaður félagsins, er einn af þeim sem hafa hvað mest gagnrýnt Woodward fyrir sín störf. Neville kennir Woodward að miklu leyti um slæmt gengi United undanfarin fimm ár.

Neville sagði í síðasta mánuði að Woodward ætti að láta aðra sjá um leikmannakaup félagsins en Woodward hefur bæði séð um leikmannakaup sem og auglýsingasamninga félagsins en hann er talsvert öflugri í því síðarnefnda.

Woodward er sagður vilja lappa upp á samband sitt við Neville. Woodward vill tengjast '92 árganginum' betur en í þeim árgangi eru nokkrir af sigursælustu leikmönnum United frá upphafi.

Woodward vill þá fá einn af fyrrum leikmönnum félagsins til að sjá um fjölmiðlamál tengd félaginu en Woodward vill að réttu skilaboðin komi frá félaginu til stuðningsmanna út um allan heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner