Kamerúninn Samuel Eto'o gerði garðinn frægan sem sóknarmaður Barcelona og skoraði 130 mörk í 199 leikjum fyrir félagið.
Á ferlinum vann hann til ótal verðlauna með Barcelona, Inter og Kamerún auk fjölmargra einstaklingsverðlauna.
Hann komst þó aldrei nálægt því að hreppa Gullknöttinn, sem er afhendur árlega til besta knattspyrnumanns heims eftir kosningu sem framkvæmd er af France Football.
Hætt var við verðlaunaafhendinguna í ár vegna Covid-19 en þess í stað hefur France Football ákveðið að kjósa í draumalið, þar sem lesendur fá tækifæri til að kjósa á milli bestu knattspyrnumanna sögunnar í hverri stöðu.
Eto'o kemur til greina á hægri kanti, ásamt leikmönnum á borð við Lionel Messi, George Best og Garrincha. Þetta er Kamerúninn ekki sáttur með þar sem hann er ekki hægri kantur.
„Takk, en ég spilaði bara 1 eða 2 tímabil á hægri kanti (á meðan ég spilaði í 25 ár uppi á toppnum). Þvílík vanvirðing. @francefootball KJAFTÆÐI!" skrifaði Eto'o á Twitter.
Sjá einnig:
Þessir eru tilnefndir í draumalið Ballon d'Or
Merci,
— Samuel Eto'o (@setoo9) October 19, 2020
Mais j’ai joué 1,2 saisons sur la droite (pourtant j’ai 25ans de carrière comme avant centre)
Le manque de Respect.@francefootball N’IMPORTE QUOI! pic.twitter.com/2vmb0uuhIl
Athugasemdir