Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
banner
   þri 19. október 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Það sem Carragher segir hefur engin áhrif á mig
Ole Gunnar Solskjær segist enn njóta trausts frá yfirmönnum sínum og að hann hafi ekki áhyggjur af því að staða sín sé í hættu.

United hefur tapað tveimur af síðustu þremur úrvalsdeildarleikjum og aðeins unnið einn af ellefu leikjum tímabilsins. Liðið féll úr deildabikarnum í fyrsta leik.

4-2 tapið gegn Leicester á sunnudag hefur aukið umtalið um stöðu Solskjær.

„Við höfum tekið framfarir síðustu ár, það er þróun og bæting. Við viljum halda áfram á þeirri braut og við höfum fengið til okkar leikmenn sem hafa skapað enn meiri væntingar. Önnur lið hafa líka styrkt sig og bætt sig. Toppliðin í deildinni eru öll í sama bát," segir Solskjær.

„Það er alltaf pressa, það er alltaf pressa á mér. Við höfum áður verið undir pressu og komist í gegnum hana. Ég hlakka bara til að sjá hvernig liðið mun svara."

Sparkspekingurinn Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, gagnrýndi Solskjær í mánudagsþættinum á Sky. Hann sagði að norski stjórinn væri ekki í sama klassa og stjórar annarra stórliða Englands. Hann muni aldrei stýra United til stórs titils.

„Það sem hann segir hefur engin áhrif á mig. Ég horfi ekki á þetta. Auðvitað tekur maður eftir einhverjum ummælum sem eru sögð en það er leikur á móti Liverpool á sunnudaginn og Jamie er að horfa á þetta. Ég er með mín gildi og mína leið í starfinu. Ég trúi á sjálfan mig og félagið trúir á mig. Ég held að skoðun Jamie Carragher sé ekki að fara að breyta því," segir Solskjær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner