Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. október 2021 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það besta og versta af Messi"
Telur PSG ekki eiga möguleika í Meistaradeildinni
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, telur að Paris Saint-Germain eigi ekki möguleika á því að vinna Meistaradeildina á þessu tímabili.

PSG vann í kvöld góðan 3-2 sigur á heimavelli gegn RB Leipzig og er á toppnum í sínum riðli með sjö stig eftir þrjá leiki.

Í liðinu eru stórstjörnurnar Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Þetta eru þrjár stórstjörnur sem gera ekki mikið í varnarleiknum. Þess vegna telur Arnar að PSG fari ekki alla leið.

„Þessar tvær klippur voru það besta og versta af Messi," sagði Arnar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport þegar farið var yfir snilli hans - það sem hann gerir svo vel sóknarlega - og svo varnarleikinn sem hann spilar. Það er ekki mikill ákafi í pressunni sem Messi skilar.

„Ég held að PSG eigi ekki möguleika á að vinna þessi keppni. Það eru svo sterk lið þarna þar sem allir tíu leikmenn taka þátt í varnarleik og allir taka þátt í sóknarleik. Þú ert með hann og Neymar, þetta verður rosalega erfitt."

Arnar nefndi líka Cristiano Ronaldo í Manchester United. Það er magnaður fótboltamaður sem gerir ekki mikið varnarlega. Og, og kemur það niður á liðinu í pressu og öðru.
Athugasemdir
banner
banner
banner