Heimild: Stöð 2
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Jamaíku staðfesti á fréttamannafundi nýlega að hann hefur áhuga á að Mason Greenwood spili fyrir liðið.
Greenwood var handtekinn á síðasta ári eftir að kærasta hans, Harriet Robson, deildi myndum af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi Greenwood og hljóðupptöku þar sem hann reynir að þvinga hana til kynlífs.
Málið var látið niður falla í febrúar en hann átti þrátt fyrir það ekki afturkvæmt í hópinn hjá Manchester United og var því lánaður til Getafe á Spáni út þetta tímabil.
Greenwood var handtekinn á síðasta ári eftir að kærasta hans, Harriet Robson, deildi myndum af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi Greenwood og hljóðupptöku þar sem hann reynir að þvinga hana til kynlífs.
Málið var látið niður falla í febrúar en hann átti þrátt fyrir það ekki afturkvæmt í hópinn hjá Manchester United og var því lánaður til Getafe á Spáni út þetta tímabil.
Greenwood á ættir að rekja til Jamaíku og í viðtali við Stöð 2 segir Heimir að dyrnar séu opnar fyrir hann inn í landsliðið. Bæði forseti og framkvæmdastjóri sambandsins hafa sagt það en þó séu eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku
„Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp," segir Heimir.
Athugasemdir