Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. nóvember 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Micah Richards á BBC: Henderson er í heimsklassa
Mynd: Getty Images
Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City og enska landsliðsins, hefur miklar mætur á Jordan Henderson fyrirliða Liverpool.

Richards var í útvarpsþætti BBC 5 í beinni útsendingu ásamt Rory Smith, Mark Chapman og Chris Sutton þegar talið barst að enska landsliðinu.

„Harry Kane er í heimsklassa en á miðjunni er enginn í heimsklassa nema Henderson, það er hægt að færa rök fyrir því. Hann er búinn að vinna Meistaradeildina og hefur verið góður síðustu 3-4 ár," sagði Richards og heyrðust smá frá Sutton í stúdíóinu.

„Ég ætla að standa við þetta. Ég ætla að segja að Henderson er í heimsklassa og að fólk tekur ekki eftir stórum hluta af vinnuframlagi hans því hann er ekki að skora 10 mörk á tímabili eða leggja upp 10 á tímabili."

Chapman bætti því við að vinna Henderson utan vallar er gríðarlega mikilvæg. Hann benti á að fyrir utan fyrirliðabandið hjá Liverpool þá sinnir Henderson í raun fyrirliðahlutverki hjá enska landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins skráður sem varafyrirliði. Henderson hefur borið fyrirliðaband Englands sjö sinnum í 55 leikjum.

„Ég hef spilað með Henderson og hann er bara heiðarlegur náungi sem myndi hlaupa í gegnum múrvegg fyrir liðsfélagana. Hann er metnaðarfullur og mér finnst eins og fólk þurfi að byrja að gefa honum það lof sem hann á skilið því hann hefur verið frábær.

„Ég horfði á hann gegn Manchester City og hann hætti bara ekki að hlaupa."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner