Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Hörð barátta í E-riðli
Mynd: Getty Images
Tíu síðustu leikir í undankeppni EM fara fram í kvöld. Leikið er í fjórum riðlum en aðeins er verið að berjast um eitt sæti í lokakeppninni.

Baráttan er í E-riðli þar sem þrjár þjóðir eiga enn möguleika á að komast í lokakeppnina. Wales tekur á móti Ungverjalandi í leik þar sem sigur nægir annarri hvorri þjóðinni til að komast áfram. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Slóvakía er í næsta sæti fyrir neðan og er búist við sigri gegn Aserbaídsjan á heimavelli. Slóvakar þurfa þó að treysta á jafntefli í Wales til að komast áfram.

Annars á Þýskaland heimaleik við Norður-Írland í C-riðli sem verður einnig í beinni útsendingu. Holland tekur á móti Eistlandi en Hollendingar eru búnir að tryggja sig á EM, rétt eins og Þjóðverjar.

Belgía lýkur þá væntanlega undankeppninni með fullt hús stiga enda er heimaleikur gegn Kýpur á dagskrá í lokaumferðinni.

C-riðill:
19:45 Þýskaland - N-Írland (Stöð 2 Sport)
19:45 Holland - Eistland

E-riðill:
19:45 Wales - Ungverjaland (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Slóvakía - Aserbaídsjan

G-riðill:
19:45 Pólland - Slóvenía
19:45 Lettland - Austurríki
19:45 N-Makedónía - Ísrael

I-riðill:
19:45 Belgía - Kýpur
19:45 San Marínó - Rússland
19:45 Skotland - Kasakstan
Athugasemdir
banner
banner
banner