Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 19. nóvember 2020 12:07
Magnús Már Einarsson
Guardiola sagður ætla að halda áfram með Man City
Daily Mail segir frá því í dag að Pep Guardiola sé búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við Manchester City.

Guardiola verður samningslaus næsta sumar og miklar vangaveltur hafa verið um framtíð hans.

Hann er nú sagður hafa ákveðið, eftir mikla umhugsun, að framlengja samning sinn.

Hinn 49 ára gamli Guardiola tók við Manchester City árið 2016 og hefur síðan þá unnið átta titla með félaginu.

Guardiola var áður þjálfari Barcelona og Bayern Munchen.
Athugasemdir
banner