Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 19. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Karolína Lea framlengir við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslandsmeistara Breiðabliks og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2023.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir Blika enda hefur Karólína sannað sig sem einn allra besti leikmaður landsins," segir á Facebook síðu Breiðabiks.

„Hún hefur unnið sér sæti í A-landsliðinu og var meðal annars í byrjunarliðinu í báðum leikjunum gegn stórliði Svía í haust. Þá skoraði hún sitt fyrsta landsliðsmark gegn Lettum á Laugardalsvelli í September."

Karolína hefur skorað 32 mörk í 88 leikjum með Breiðabliki síðan hún kom til félagsins frá FH fyrir þremur árum.

Hún hefur á þeim tíma unnið tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og farið með liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner