Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. nóvember 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Manchester United vilja Upamecano
Powerade
Dayot Upamecano
Dayot Upamecano
Mynd: Getty Images
Raphael Varane gæti farið til Manchester United.
Raphael Varane gæti farið til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Boltinn byrjar að rúlla aftur á Englandi um helgina en slúðurblöðin horfa áfram á janúar gluggann.



Liverpool og Manchester United hafa fengið góðar fréttir í baráttunni um Dayot Upamecano (22) þar sem RB Leipzig ætlar að ákveða framtíð hans í janúar. Bayern Munchen hefur ekki efni á að kaupa Upamecano. (Mirror)

Manchester United býðst að fá Raphael Varane (27) varnarmann Real Madrid. (Manchester Evening News)

Real Madrid ætlar að berjast við Barcelona um Gini Wijnaldum (30) miðjumann Liverpool en hann verður samningslaus næsta sumar. (Corriere Dello Sport via Sport)

David Alaba (28), varnarmaður Bayern Munchen, er efstur á óskalista Real Madrid ef Sergio Ramos fer annað í sumar. (AS)

Ólíklegt er að Barcelona kaupi varnarmanninn Eric Garcia (19) frá Manchester City í janúar. Garcia verður samningslaus næsta sumar en City vill fá 17,8 milljónir punda fyrir hann í janúar. (Marca)

Arsenal hefur samþykkt að kaupa varnarmanninn Omar Rekik (18) frá Hertha Berlin í janúar. Omar fer strax aftur til þýska félagsins á láni. (Football London)

Sevilla og Hertha Berlin vilja fá Julian Draxler (27) miðjumann PSG. (Calciomercato)

Brighton, Newcastle og Sheffield United hafa áhuga á Jack Cork (31) miðjumanni Burnley. (Mirror)

Jetro Willems (26) vinstri bakvörður Frankfurt er til í að fara aftur til Newcastle á láni. Willems var hjá Newcastle á láni á síðasta tímabili en hann meiddist illa á hné. (Newcastle Chronicle)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gefið átta leikmönnum úr unglingaliðinu tækifæri á æfingum í vikunni vegna mikilla meiðsla í aðalliðinu. (Mirror)

Stjórar í ensku úrvalsdeildinni ætla að kalla eftir því að fá fimm skiptingar í leikjum. (Mirror)

Rafa Benítez, fyrrum stjóri Liverpool, Chelsea og Newcastle, er ósammála Jurgen Klopp og Pep Guardiola um að það eigi að vera fimm skiptingar í deildinni. (Express)
Athugasemdir
banner
banner