Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   sun 19. nóvember 2023 18:37
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Portúgals: Martínez gerir sex breytingar - Ronaldo fremstur
watermark Cristiano Ronaldo er fremstur hjá Portúgölum
Cristiano Ronaldo er fremstur hjá Portúgölum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði portúgalska landsliðsins sem mætir Íslandi klukkan 19:45 í lokaleik J-riðils í undankeppni Evrópumótsins, en leikurinn fer fram á Estádio José Alvalade-leikvanginum í Lisbon.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Ronaldo er næst markahæstur í undankeppninni en hefur sennilega tapað baráttunni þar sem Romelu Lukaku skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik með Belgíu gegn Aserbaísjan.

Roberto Martínez, þjálfari portúgalska liðsins, gerir sex breytingar frá 2-0 sigrinum gegn Liechtenstein.

Diogo Costa kemur í markið í stað Jose Sá og þá koma þeir Ruben Dias, Joao Mario, Joao Palhinha, Goncalo Inacio og Otavio allir inn í liðið.

Portúgal er í efsta sæti J-riðils með 27 stig en Ísland í 4. sæti með 10 stig.



Byrjunarlið Portúgals: Diogo Costa (M), Joao Mario, Ruben Dias, Goncalo Inacio, Joao Cancelo, Joao Palhinha, Bruno Fernandes, Otavio, Joao Felix, Cristiano Ronaldo, Bernardo Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner