Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   sun 19. nóvember 2023 18:31
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
Byrjunarlið Íslands: Sex breytingar - Hákon í markinu
watermark Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Age Hareide gerir alls sex breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal sem hefst klukkan 19:45.

Hákon Rafn Valdimarsson er í markinu og leikur sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir íslenska landsliðið. Hákon var á dögunum valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar en hann leikur fyrir Elfsborg.

Guðmundur Þórarinsson er í vinstri bakverðinum, Hjörtur Hermannsson í vörninni, Jón Dagur Þorsteinsson á kantinum, Ísak Bergmann Jóhannesson á miðjunni og Alfreð Finnbogason fremstur.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Guðlaugur Victor færist í hægri bakvörðinn og Willum spilar fyrir aftan Alfreð í sókninni.Út úr byrjunarliðinu fara Elías, Alfons, Kolbeinn, Arnór, Kristian og Orri.

Byrjunarlið Portúgal:
22. Diogo Costa (m)
4. Rúben Dias
6. Joao Palhinha
7. Cristiano Ronaldo
8. Bruno Fernandes
10. Bernardo Silva
11. João Félix
14. Goncalo Inacio
16. Otávio
19. Joao Maríó
20. João Cancelo

Byrjunarlið Ísland:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Guðmundur Þórarinsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Arnór Sigurðsson
9. Jón Dagur Þorsteinsson
11. Alfreð Finnbogason
15. Willum Þór Willumsson
19. Ísak Bergmann Jóhannesson
Landslið karla - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Portúgal 10 10 0 0 36 - 2 +34 30
2.    Slóvakía 10 7 1 2 17 - 8 +9 22
3.    Lúxemborg 10 5 2 3 13 - 19 -6 17
4.    Ísland 10 3 1 6 17 - 16 +1 10
5.    Bosnía-Hersegóvína 10 3 0 7 9 - 20 -11 9
6.    Liechtenstein 10 0 0 10 1 - 28 -27 0
Athugasemdir
banner
banner
banner