PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   sun 19. nóvember 2023 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heiðdís ekki með í stórsigri Basel - Bröndby hrynur niður töfluna
Mynd: Basel

Heiðdís Lillýardóttir var ekki í leikmannahópi Basel í dag sem valtaði yfir Rapperswil á útivelli í svissnesku deildinni í dag.


Basel er í 2. sæti deildarinnar stigi á eftir Servette eftir níu umferðir eftir 7-0 sigur á Rapperswil í dag, Heiðdís var ekki í leikmannahópnum en hún hafði verið ónotaður varamaður í tveimur síðustu leikjum.

Bröndby var á toppi dönsku deildarinnar fyrir leiki dagsins en liðið tapaði 2-1 gegn Fortuna Hjörring og féll niður í 3. sætið. Kristín Dís Árnadóttir lék allan leikinn fyrir Bröndby.

Liðið er með 22 stig eftir 11 umferðir, stigi á eftir Nordsjælland og Koge.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var tekin af velli í uppbótatíma þegar Leverkusen gerði 1-1 jafntefli gegn RB Leipzig í þýsku deildinni. RB Leipzig komst yfir en Leverkusen jafnaði metin aðeins mínútu eftir að Karólína var farin af velli.

Leverkusen er í 6. sæti með 13 stig eftir átta umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner