Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 19. nóvember 2023 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku sjóðandi heitur - Kominn með fjögur mörk í fyrri hálfleik
Romelu Lukaku
Romelu Lukaku
Mynd: Getty Images
Belgía er að vinna Aserbaísjan, 4-0, í undankeppni Evrópumótsins og er Romelu Lukaku með öll mörkin.

Lukaku, sem er markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi, skoraði öll fjögur mörkin á tuttugu mínútna kafla.

Fyrsta markið gerði hann á 17. mínútu og eftir að Aserbaísjan missti mann af velli með rautt spjald spýtti sóknarmaðurinn í lófana og skoraði þrjú til viðbótar og það á aðeins ellefu mínútum.

Mögnuð frammistaða hjá Lukaku til þessa sem er kominn með 83 mörk fyrir landsliðið og er þá markahæsti leikmaður undankeppninnar með 14 mörk.

Leandro Trossard átti eitt af augnablikum fyrri hálfleiksins er hann fór illa með andstæðing sinn sem stórskemmtilegri gabbhreyfingu, er hann lyfti boltanum yfir andstæðing sinn og tók góða snertingu áður en hann hélt hlaupi sínu áfram.




Athugasemdir
banner
banner
banner