Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 19. nóvember 2023 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Rennes sparkar þjálfaranum
Franska félagið Rennes hefur sparkað Bruno Genesio úr starfi eftir afar slakt gengi á tímabilinu.

Rennes hefur aðeins unnið tvo af tólf leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu.

Genesio hefur að vísu náð fínasta árangri með liðið í Evrópudeildinni en það er í efsta sæti F-riðils með 9 stig eftir fjóra leiki.

Þrátt fyrir ágætis árangur í Evrópu hefur félagið samt tekið ákvörðun um að reka Genesio en þetta kom fram í tilkynningu félagsins í dag.

Kemur þar fram að félagið náði samkomulagi við Genesio um að hann láti af störfum og nefndi einnig persónulegar ástæður í því samhengi. Julian Stephan, fyrrum þjálfara liðsins, snýr aftur á hliðarlínuna og mun stýra liðinu út tímabilið.
Athugasemdir
banner