Það var mikil spenna í H-riðli í undankeppni EM 2024 þar sem Serbía og Svartfjallaland börðust um að tryggja sér sæti á mótinu og fylgja Ungverjum til Þýskalands.
Svartfjallaland þurfti á sigri að halda gegn Ungverjalandi og treysta á að botnlið riðilsins, Búlgaría, myndi vinna Serbíu.
Þetta byrjaði vel fyrir Svartfellinga þar sem Slobodan Dubezic kom liðinu yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Serbar höfðu hins vegar náð forystunni gegn Búlgaríu og voru því á toppi riðilsins í hálfleik.
Þetta var hins vegar fljótt að breytast í seinni hálfleik.
Dominic Szoboszlai miðjumaður Liverpool tók leikinn í sínar hendur og skoraði tvö mörk með mínútu millibili fyrir Ungverja og kom liðinu aftur á topp riðilsins.
Búlgaría gerði slíkt hið sama og var komið með forystuna gegn Serbíu þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Srdjan Babic jafnaði metin fyrir Serbíu og 2-2 urðu lokatölur og Serbía tryggði sér 2. sætið og farseðilinn til Þýskalands.
Szoboszlai tók aukaspyrnu í uppbótartíma sem Filip Djukic markvörður Svartfellinga varði en Adam Nagy fylgdi á eftir og gulltryggði 3-1 sigur Ungverja sem enda á toppi riðilsins.
Hungary 3 - 1 Montenegro
0-1 Slobodan Rubezic ('36 )
1-1 Dominik Szoboszlai ('67 )
2-1 Dominik Szoboszlai ('68 )
3-1 Adam Nagy ('90 )
Serbia 2 - 2 Bulgaria
1-0 Milos Veljkovic ('17 )
1-1 Georgi Rusev ('59 )
1-2 Kiril Despodov ('69 )
2-2 Srdjan Babic ('82 )