Sölvi Hrafn Halldór Högnason, fimmtán ára gamall leikmaður HK, hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við félagið, en hann gildir til næstu þriggja ára.
Sölvi er miðjumaður sem hefur verið viðloðinn unglingalandsliðin síðustu ár.
Hann var valinn í æfingahóp U16 ára landsliðsins á dögunum og talinn gríðarlegt efni.
Í sumar var hann fastamaður í 3. flokki og skoraði tvö mörk og spilaði þá einn leik með 2. flokki.
Athugasemdir

