
Tveir af þremur sonum Lionel Messi, þeir Thiago og Mateo, voru myndaðir kyssa heimsmeistarabikarinn eftir sigur Argentínu gegn Frakklandi í úrslitaleik HM í gær.
Messi kyssti bikarinn í gær eins og frægt er og synir hans, 10 og 7 ára, gerðu það einnig.
Messi kyssti bikarinn í gær eins og frægt er og synir hans, 10 og 7 ára, gerðu það einnig.
Eftir leikinn í gær kom fjölskylda Messi inn á völlinn en synir hans voru klæddir í argentínska búninginn og allir með númerið 10 og nafn Messi á bakinu.
Fyrir leikinn í gær skrifaði Thiago bréf til pabba síns með textanum úr laginu 'Muchachos Ahora Nos Volvimos a Ilusionar' sem leikmenn og stuðningsmenn Argentínu hafa sungið hástöfum yfir allt mótið. Móðir hans, Antonella Roccuzzo eiginkona Messi, birti bréfið á Instagram síðu sinni.

Eftir sigurinn í gær birti Antonella þessa fallegu fjölskyldumynd:
Athugasemdir