Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. desember 2022 13:45
Elvar Geir Magnússon
Mancini kistuberi í útför Mihajlovic
Mancini og Stankovic með kistuna.
Mancini og Stankovic með kistuna.
Mynd: EPA
Útför Sinisa Mihajlovic fór fram í Róm í dag. Mihajlovic var 53 ára gamall en hann lést í síðustu viku. Hann greindist með hvítblæði fyrir um þremur árum síðan. Hann vann þá baráttu en meinið tók sig aftur upp fyrr á þessu ári.

Mihajlovic varð ítalskur meistari með Lazio og Inter á leikmannaferli sínum og fór svo út í þjálfun. Hann var síðast stjóri Bologna.

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, og Dejan Stankovic, stjóri Sampdoria, voru meðal kistubera við úrförina en þeir voru nánir vinir Mihajlovic.

Mörg fræg andlit voru við útförina, þar á meðal Roma goðsögnin Francesco Totti sem var viðstaddur úrslitaleik HM nokkrum klukkustundum áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner