Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. desember 2022 18:28
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Elías í KFS (Staðfest)
Óskar Elías mun spila með KFS í 3. deildinni á næsta tímabili
Óskar Elías mun spila með KFS í 3. deildinni á næsta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Elías Zoega Óskarsson er genginn í raðir KFS frá ÍBV og mun taka slaginn með iðinu í 3. deildinni á næsta tímabili en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Óskar, sem er fæddur árið 1995, er uppalinn Eyjamaður, en hann á að baki 100 leiki í tveimur efstu deildunum með ÍBV.

Þessi reynslumikli leikmaður getur spilað bæði í vörn og á miðju en hann lék átta leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

Nú er hann mættur í KFS og mun spila með liðinu í 3. deildinni á næsta tímabili, en hann muna gera það samhliða því að þjálfa hjá ÍBV.

Óskar þekkir vel til hjá KFS, en hann spilaði með liðinu árið 2015 og 2016.

Þá spilaði hann með BÍ/Bolungarvík, sem í dag heitir Vestri, ásamt því að taka eitt tímabil með Þór.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner