Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 20. janúar 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Carragher og Keane rifust um framtíð Solskjær
Það var hiti í stúdíóinu hjá Sky Sports í gær í tengslum eftir leik Liverpool og Manchester United.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, og Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, rifust þar um framtíð Ole Gunnar Solskjær hjá United.

Keane vill að Solskjær fái meiri tíma í starfi hjá United en Carragher er ekki á sama máli.

„Frank Lampard hefur tapað átta leikjum en af einhverri ástæðu er hann sagður standa sig ágætlega með Chelsea. Kannski af því að hann er enskur. Gefið manninum tíma. Ég vil gera það með Ole. Gefið honum tíma," sagði Keane.

„Ég myndi klárlega gefa Ole annað ár til viðbótar."

Hér að neðan má sjá rifrildið.

Athugasemdir