Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. janúar 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrifaði sig í sögubækurnar og er núna dómari í fullu starfi
Tess Olofsson.
Tess Olofsson.
Mynd: Getty Images
Hin sænska Tess Olofsson hefur staðið sig vel í dómgæslu í Svíþjóð og hefur hún fengið góða viðurkenningu fyrir störf sín.

Olofsson er nefnilega komin í fullt starf hjá sænska knattspyrnusambandinu sem dómari. Hún er eina konan sem er í fullu starfi við slíkt.

Hún varð á síðasta ári fyrsta konan til að dæma í næst efstu deild karla og mun hún halda því áfram á þessu ári, ásamt því að dæma í efstu deild kvenna.

„Núna get ég einbeitt mér 100 prósent að fótboltanum. Ég mun líka kynna störf dómarans fyrir fólki hjá knattspyrnufélögum í fyrirtækjum. Núna fæ ég tíma til að æfa og leikgreina sjálfa mig, og bæta mig þannig frekar," segir Olofsson.

Hún stefnir á að dæma í úrvalsdeild karla í Svíþjóð í framtíðinni og er hún líka með það markmið að dæma á EM kvenna 2022 og HM kvenna 2023.

Grein Fotbollskanalen um hana má lesa í heild sinni hérna.

Sjá einnig:
„Viljum fá fleiri kvendómarafyrirmyndir"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner