Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. janúar 2022 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Númi æfir með Hellas Verona
Með U19 síðasta haust.
Með U19 síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Arnar Númi Gíslason er unglingalandsliðsmaður og leikmaður Breiðabliks.

Hann var á dögunum valinn í æfingahóp U19 ára landsliðsins en æfir ekki með hópnum þar sem hann er staddur á Ítalíu. Hann er þessa dagana að æfa með Primavera (vara/U19) liði Hellas Verona.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gæti það farið svo að hann æfi svo með öðru félagi á Ítalíu áður en hann heldur til Íslands seinna í vikunni. Fyrir rúmu ári síðan var hann á reynslu hjá Norrköping í Svíþjóð.

Arnar Númi er sautján ára gamall, fæddur 2004, og kom til Breiðabliks frá Haukum fyrir síðasta tímabil. Tímabilið 2020 lék hann fjóra leiki með Haukum í 2. deild og í fyrra kom hann einu sinni við sögu í deidlinni með Breiðabliki.

Hann á alls að baki átta leiki fyrir U17 og U19 ára landsliðin. Hellas Verona er í efstu deild á Ítalíu, Serie A.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner