Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. janúar 2022 10:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cecilía til Bayern á láni (Staðfest) - „Mjög hæfileikarík"
Mynd: FC Bayern
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mætt til þýsku meistarna í Bayern Munchen og hefur verið lánuð þangað frá Everton fram á sumarið.

Laura Benkarth, markvörður Bayern, er meidd og ákvað Bayern að fá inn Cecilíu í markvarðahópinn. „Cecilía er mjög hæfileikarík og hefur nú þegar spilað vel fyrir íslenska landsliðið," segir Jens Scheuer, þjálfari Bayern.

Cecilía er átján ára gömul og er uppalin í Aftureldingu. Hún lék tvö tímabil með Fylki áður en hún hélt í atvinnumennsku. Hún lék með Örebro í Svíþjóð á síðasta tímabili og skrifaði undir hjá enska félaginu Everton.

„Ég er mjög glöð og þakklát að fá tækifæri til að spila fyrir jafnstórt félag og Bayern er. Liðið er mjög gott og ég hef fengið góðar móttökur. Liðið, þjálfararnir og aðstæðurnar hér eru frábærar. Ég vil þróa mig bæði sem leikmaður og sem einstaklingur og upplifa eins marga nýja hluti og hægt er," sagði Cecilía.

Hún er ein af þremur íslenskum landsliðskonum hjá félaginu. Fyrir voru Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Næsti leikur Bayern, sem er á toppi þýsku Bundesliga, er þann 6. febrúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner