fös 20. janúar 2023 00:22
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Ekki hægt að kaupa reynslu eða jú það er reyndar hægt
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Tottenham, skaut léttu skoti á Manchester City eftir 4-2 tapið á Etihad í kvöld.

Tottenham var með tveggja marka forystu í hálfleik en glutraði henni niður í þeim síðari og tapaði.

Conte var vonsvikinn með tapið en ánægður með spilamennskuna.

„Mér fannst við spila vel. Við settum mikla pressu á City og sköpuðum vandræði fyrir. Það er alltaf erfitt að spila við þá en ég er samt vonsvikinn. Ég hata að tapa og sérstaklega þegar við skoruðum fyrstu tvö mörkin.“

„Við verðum að halda áfram að vinna og vera þolinmóðir. Við þurfum að skapa eitthvað mikilvægt með þessu liði. Við erum tilbúnir að bæta okkur og læra af þessum leik. Það þýðir að við þurfum að aðlagast. Það er ekki hægt að kaupa reynslu eða jú það er reyndar hægt að gera það, Við erum með reynslu í okkar liði þannig þurfum að nýta hana.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner