Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 20. janúar 2023 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danskur markmaður orðaður við Keflavík - Setti met á síðasta tímabili
Hefur spilað vel í Færeyjum.
Hefur spilað vel í Færeyjum.
Mynd: KÍ Klaksvík
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag var danski markmaðurinn Mathias Brinch Rosenörn orðaður við Keflavík.

Hann verður þrítugur í maí og er án félags eftir að hafa spilað með KÍ Klaksvík undanfarin tvö tímabil. Hann varð meistari með KÍ á síðasta tímabili og setti met með því að fá einungis sjö mörk á sig í Betri deildinni. Hann varð einnig meistari með KÍ tímabilið 2021, þá fékk hann tólf mörk á sig.

Hann er uppalinn hjá Esbjerg og á að baki leiki með yngri landsliðum Danmerkur. Hann spilaði æfingaleiki með Njarðvík vorið 2018 en samdi ekki við íslenska félagið. Hann samdi þá við Thisted í Danmörku.

Sindri Kristinn Ólafsson hefur varið mark Keflavíkur undanfarin ár en í vetur samdi hann við FH. Ef Mathias semur við Keflavík á næstu dögum verður hann annar leikmaðurinn sem Keflavík fær í sínar raðir í vetur.

Komnir
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Kórdrengjum

Farnir
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni frá Víkingi)
Dani Hatakka í FH
Ingimundur Aron Guðnason hættur
Joey Gibbs í Stjörnuna
Kian Williams til Kanada
Patrik Johannesen í Breiðablik
Rúnar Þór Sigurgeirsson til Öster
Sindri Kristinn Ólafsson til FH
Adam Árni Róbertsson í Þrótt Vogum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner