Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. janúar 2023 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Memphis keyptur til Atletico Madrid (Staðfest)
Mynd: Atletico Madrid
Atletico Madrid hefur fengið öflugan liðsstyrk fyrir baráttuna seinni hluta tímabilsins á Spáni. Memphis Depay hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Atletico. Kaupverðið er talið vera um þrjár milljónir evra.

Hann er keyptur frá Barcelona og verður kynntur fyrir stuðningsmönnum á Metropolitano leikvanginum klukkan 18:00 í kvöld.

Memphis er 28 ára hollenskur sóknarmaður sem getur bæði spilað sem fremsti maður sem og á vinstri kantinum. Hann er uppalinn hjá Spörtu í Rotterdam, fór þaðan til PSV, svo til Manchester United, næst til Lyon og svo til Barelona árið 2021.

Á ferlinum hefur hann skorað 117 mörk í 292 deildarleikjum á ferlinum, flest fyrir Lyon eða 63 mörk.

Hann hefur glímt við meiðsli á tímabilinu og hafði þar fyrir utan verið í takmörkuðu hlutverk hjá toppliði Barcelona. Atletico er í 4. sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir Barcelona.
Athugasemdir
banner