Chelsea er að kaupa varnarmanninn Mamadou Sarr frá systrafélagi sínu, Strasbourg í Frakklandi. Kaupverðið er um 12 milljónir punda.
Sarr er 19 ára miðvörður sem hefur spilað fjórtán leiki fyrir Strasbourg og er hugmyndin að hann gangi í raðir Chelsea næsta sumar.
Sarr er 19 ára miðvörður sem hefur spilað fjórtán leiki fyrir Strasbourg og er hugmyndin að hann gangi í raðir Chelsea næsta sumar.
Chelsea og Strasbourg eru bæði félög sem eru í eigu Todd Boehly og Clearlake Capital og eru saman undir BlueCo regnhlífinni.
Strasbourg keypti Sarr á 8,5 milljónir punda síðasta sumar og hagnast því um 3,5 milljónir punda á leikmanninum.
Chelsea er einnig að fá sextán ára sóknarmann frá Kasakstan, Dastan Satpaev. Hann yfirgefur FC Kairat og fer í akademíu Chelsea.
Athugasemdir