Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reykjavíkurmótið: KR í úrslit eftir sigur á Leikni
Aron Sigurðarson
Aron Sigurðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. 2-3 KR
Mörk Leiknis: Dagur Ingi Hammer, Davíð Júlían Jónsson.
Mörk KR: Aron Sigurðarson, Eiður Gauti Sæbjörnsson, Hjalti Sigurðsson.

KR sótti stigin þrjú í Reykjavíkurmótinu á Domusnovavöllinn gegn Leikni í kvöld.

Staðan var jöfn, 1-1 í hálfleik, en Aron Sigurðarson skoraði mark KR og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði mark Leiknis.

KRingar mættu sterkari til leiks í seinni hálfleik og mörk frá Eiði Gauta Sæbjörnssyni og Hjalta Sigurðssyni urðu til þess að þeir náðu tveggja marka forystu.

Davíð Júlían Jónsson náði að minnka muninn fyrir Leikni og Kári Steinn Hlífarsson var nálægt því að jafna metin í uppbótatíma en skot hans hafnaði í slánni.

KR tryggði sér því sæti í úrslitum en liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína. KR fær ÍR í heimsókn í lokaumferð riðlakeppninnar 25. janúar og Leiknir heimsækir Víking.
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KR 3 3 0 0 14 - 4 +10 9
2.    ÍR 3 1 1 1 9 - 5 +4 4
3.    Leiknir R. 3 1 1 1 6 - 6 0 4
4.    Fjölnir 3 0 2 1 4 - 10 -6 2
5.    Víkingur R. 2 0 0 2 3 - 11 -8 0
Athugasemdir
banner