Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 20. febrúar 2021 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aguero, Messi og Donnarumma gætu farið frítt
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins þar sem hinar ýmsu stórstjörnur á borð við Sergio Agüero, Lionel Messi, Edinson Cavani og Kylian Mbappe koma við sögu.


Daniel Levy, forseti Tottenham, ætlar að gefa Jose Mourinho til enda tímabilsins til að bjarga stjórasætinu sínu hjá félaginu. (ESPN)

Sergio Agüero, 32, viðurkennir að hann hefur ekki hugmynd um hvort þetta verði hans síðasta tímabil með Manchester City. Agüero verður samningslaus í sumar. (Times)

Argentínski snillingurinn Lionel Messi, 33, er ekki búinn að taka ákvörðun um hvar hann ætlar að spila á næstu leiktíð. (ESPN)

Ole Gunnar Solskjær ætlar að ræða við Edinson Cavani, 34, um framlengingu á samningi hans við Manchester United. (Sky Sports)

Thomas Tuchel, nýr stjóri Chelsea, vill halda Christian Pulisic, 22, hjá félaginu. (London Evening Standard)

Tuchel segir vera of snemmt til að taka ákvörðun um framtíð Olivier Giroud sem er 34 ára og rennur út á samningi í sumar. (Mirror)

Kepa Arrizabalaga, 26 ára markvörður Chelsea, segist aldrei hafa viljað yfirgefa félagið. Hann ætlar að gera allt í sínu valdi til að endurheimta byrjunarliðssætið af Edouard Mendy. (Star)

Borussia Dortmund vill frekar selja Jadon Sancho heldur en Erling Braut Haaland. Ungstirnin eru bæði gríðarlega eftirsótt. (Bild)

Dortmund ætlar ekki að selja ungstirnin með neinum afslætti. Félagið mun því fá rúmlega 250 milljónir punda í vasann verði þeir báðir seldir. (Talksport)

Dean Smith, stjóri Aston Villa, segir ekkert til í sögusögnum sem orða miðvörðinn Ezri Konsa, 23, við Liverpool og Tottenham. (Birmingham Mail)

Gianluigi Donnarumma, 21 árs markvörður AC Milan og ítalska landsliðsins, vill verða launahæsti markvörður heims. Donnarumma verður samningslaus í sumar og hafa PSG og Chelsea mikinn áhuga á honum. (90min)

Arkadiusz Milik, 26 ára sóknarmaður Marseille og pólska landsliðsins, er með 12 milljón evra söluákvæði. Það verður vafalaust nýtt næsta sumar ef hann raðar inn mörkunum í franska boltanum. (Calciomercato)

Thierry Henry er líklegastur til að taka við Bournemouth. Championship félagið hefur miklar mætur á Henry sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Montreal Impact undanfarin misseri. (Talksport)

Roxana Maracineanu, Íþróttamálaráðherra Frakklands, hvatti frönsku stórstjörnuna Kylian Mbappe til að vera áfram hjá Paris Saint-Germain í stað þess að skipta yfir til Real Madrid. (AS)

Huddersfield er að krækja í Ravel Morrison á frjálsri sölu. Morrison er án félags eftir að hafa yfirgefið ADO Den Haag í janúar. (Sun)

Sonur Phil Jagielka er 13 ára gamall og er búinn að skrifa undir unglingasamning við nágrannana í Liverpool. (Daily Mail)

Carlo Ancelotti telur sig geta styrkt leikmannahóp Everton talsvert án þess að eyða háum upphæðum í næstu félagaskiptagluggum. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner