Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 20. febrúar 2021 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander Helgason framlengir við Þrótt V. (Staðfest)
Alexander er algjör lykilmaður í liði Þróttar.
Alexander er algjör lykilmaður í liði Þróttar.
Mynd: Þróttur Vogum
Miðjumaðurinn öflugi Alexander Helgason er búinn að framlengja samning sinn við Þrótt Vogum til tveggja ára.

Þetta eru frábærar fregnir fyrir Vogamenn en samningur Alexanders hefði annars runnið út eftir komandi tímabil.

Alexander er fæddur 1997 og á leiki að baki fyrir Hauka og Njarðvík í næstefstu deild. Hann hefur verið lykilmaður í liði Þróttar frá komu sinni til Voga og er búinn að skora 16 mörk í 29 deildarleikjum fyrir félagið.

„Það er mikilvægt að félagið haldi sínum bestu mönnum til að byggja ofan á það sem hefur verið gert hér undanfarin árin og því er mikilvægt að horfa til næstu ára í uppbyggingu félagsins," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

„Alexander Helgason hefur heldur betur stimplað sig inn í hjörtu okkar stuðningsmanna og þetta eru góðar fréttir fyrir alla hjá félaginu."
Athugasemdir
banner
banner