Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. febrúar 2021 17:09
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: HK lagði Aftureldingu - Grótta vann á Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
HK og Afturelding áttust við í A-deild karla í Lengjubikarnum og var staðan markalaus lengst af.

Knötturinn rataði ekki í netið fyrr en Bjarni Gunnarsson skoraði á 63. mínútu og Birnir Snær Ingason tvöfaldaði forystuna skömmu síðar.

Afturelding komst ekki til baka gegn sterku liði HK og lokatölur 2-0. Birkir Valur Jónsson var í byrjunarliði HK en þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik.

HK er með sex stig eftir tvær umferðir. Afturelding er með þrjú stig.

HK 2 - 0 Afturelding
1-0 Bjarni Gunnarsson ('63)
2-0 Birnir Snær Ingason ('68)

Selfoss tók þá á móti Gróttu og komust Seltirningar í tveggja marka forystu snemma leiks.

Arnar Þór Helgason skoraði á sautjándu mínútu og tvöfaldaði Björn Axel Guðjónsson forystuna skömmu síðar.

Heimamönnum á Selfossi tókst ekki að koma til baka og urðu lokatölur 0-2 í þessari áhugaverðu viðureign milli tveggja liða sem munu koma til með að mætast í Lengjudeildinni í sumar.

Grótta er með fjögur stig eftir tvær umferðir og Selfoss er án stiga.

Selfoss 0 - 2 Grótta
0-1 Arnar Þór Helgason ('17)
0-2 Björn Axel Guðjónsson ('20)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner